Tjaldsvæðið á Þingeyri er u.þ.b. 0.8 ha í stærð. Þingeyri við Dýrafjörð á sér ríka sögu. Skammt utan bæjarins er Haukadalur þar sem Gísla saga Súrssonar gerðist að stórum hluta. Þingeyringar hafa á síðustu árum byggt upp víkingatengda ferðaþjónustu, smíðað víkingaskip sem siglir með ferðamenn á sumrin og halda árlega svokallaða Dýrafjarðardaga þar sem vígakappar skylmast, milli þess sem þeir grilla ofaní ferðamenn. Sundlaug líkamsræktarstöð, íþróttahús, strandblakvellir og nokkrir veitingastaðir eru meðal þeirrar þjónustu sem er í boði fyrir þá tjaldsvæðagesti sem heimsækja Þingeyri.
↧