Quantcast
Channel: Útilegukortið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 112

ÞORLÁKSHÖFN

$
0
0

Sveitarfélagið Ölfus er vestast í Árnessýslu og eru íbúarnir tæplega 2.000 talsins. Þéttbýlisstaður sveitarfélagsins er Þorlákshöfn með um 1500 íbúa. Kauptúnið dregur nafn sitt af Þorláki helga Skálholtsbiskupi (1133-1193) og fer tvennum sögum af tilkomu nafnsins. Önnur sagan segir að staðurinn hafi fengið þetta nafn eftir að Þorlákur biskup steig þar á land, er hann kom frá biskupsvígslu 1178. Hin sagan segir að eigandi jarðarinnar hafi í sjávarháska heitið á Þorlák helga sér til liðsinnis og svo gefið Skálholti jörðina.

Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein. Vinsælt er að fara í hestaferðir á vegum Eldhesta og Sólhesta og einnig í gönguferðir um Hengilssvæðið. Með nýjum Suðurstrandarvegi er greiðfært í Selvoginn þar sem tíminn virðist hafa staðið í stað. Þar er einnig Strandarkirkja, þekktasta áheitakirkja landsins og stutt í sögufræga staði eins og Herdísarvík og fleiri náttúruperlur við ströndina. Veitingastaður er við ósa Ölfusár, í Hveradölum og í Þorlákshöfn en þar er líka að finna bókasafn og upplýsingamiðstöð í Ráðhúsinu. Við bæjarmörkin er 18 holu golfvöllur og víða er veiði í vötnum og í ósum Ölfusár. Rútur ganga frá Reykjavík til Þorlákshafnar. Allar upplýsingar um tjaldsvæðið er að fá í Íþróttamiðstöðinni en tjaldstæðið er staðsett við hlið hennar. Síminn í Íþróttamiðstöðinni er
480-3890.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 112