Tjaldsvæðið er við Íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði og þar er lítil tjörn með miklu fuglalífi og smásílum sem vinsælt er að veiða hjá yngri krökkunum. Einnig er 9 holu golfvöllur aðeins um 2 km frá tjaldsvæðinu og stutt er í veiði, hvort heldur sem er á bryggjuna, eða í silung í Ólafsfjarðarvatni. Seld eru veiðileyfi í Fjarðará sem er inn af vatninu.
Ýmsir viðburðir eru skipulagðir á svæðinu í sumar og þar má nefna:
10.–11. júní Sjómannadagshátíð
23. – 24. júní Blúshátíð í Ólafsfirði.
5.– 9. júlí Þjóðlagahátíð www.folkmusik.is
29.–30. júlí Trilludagar – Fjölskyldudagar á Siglufirði
4. – 7. ágúst Síldarævintýri á Siglufirði Fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina
11.– 12. ágúst Pæjumót í knattspyrnu
17.– 20. ágúst Berjadagar – klassísk tónlistarhátíð
Stutt er í gönguferðir fyrir fjallagarpa og kajak og árabátasiglingar á vatninu í kvöldkyrrðinni.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Fjallabyggðar: www.fjallabyggd.is og www.visittrollaskagi.is
ATHUGIÐ að Útilegukortið gildir ekki á Blue North Music Festival 23.–24. júní.