Quantcast
Channel: Útilegukortið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 112

FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

$
0
0

Tjaldsvæðið er í friðsælu umhverfi við Ósinn, rétt innan við byggðina. Þar eru sturtur, snyrting,rafmagn og losun fyrir húsbíla. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er starfandi á sumrin í Gallerí Kolfreyju.

Kaffi Sumarlína er notalegt veitingahús stutt frá tjaldsvæðinu og steinsnar þaðan er Anna frænka, lítið handverksgallerí. Handverksgalleríið Gallerí Kolfreyja er til húsa í sögu- og handverkshúsinu Tanga, fallega uppgerðu húsi sem stendur nálægt sjónum. Galleríið er rekið af handverkssamfélaginu á Fáskrúðsfirði. Söguleg tengsl við Frakkland eru mikil á Fáskrúðsfirði og bera götur bæjarins bæði íslensk og frönsk heiti. Lokið var við endurgerð frönsku húsanna sumarið 2014, en þekktast þeirra er líklega Franski spítalinn. Þar eru nú til húsa Fosshótel Austfirðir, veitingastaðurinn l‘Abri og Frakkar á Íslandsmiðum, einstakt safn sem fjallar um líf og störf franskra sjómanna hér við land. Franskir dagar eru fjölskylduhátíð með frönsku ívafi sem haldin er helgina fyrir verslunarmannahelgi ár hvert á Fáskrúðsfirði. Sundlaugin á Fáskrúðsfirði er notaleg innilaug með heitum útipotti. Fáskrúðsfjörður er
einn af sex bæjarkjörnum Fjarðabyggðar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 112